Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 17:41 Arna Hauksdóttir Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17