Fótbolti

Hver er besti þjálfarinn í sögu efstu deildar í knattspyrnu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr þættinum í vikunni.
Úr þættinum í vikunni. vísir/s2s

Í Sportinu í kvöld á miðvikudaginn var rætt um hver væri besti þjálfarinn í sögu efstu deildar í knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason ræddu þetta vel og lengi.

Freyr tók við boltanum fyrstur og það fyrsta sem kom upp í hugann hjá aðstoðarlandsliðsþjálfaranum var Guðjón Þórðarson. Hjörvar sagðist hafa fyrst dottið í hug Ólaf Jóhanensson og Heimi Guðjónsson. Logi Ólafsson ætti einnig heima í þessu samtali.

Hann bætti einnig við að það væri erfitt fyrir hann að fara mjög langt aftur í tímann. Hjörvar sagði að ekki væri hægt að hafa Teit Þórðarson eða Heimi Hallgrímsson inn í þessu því verið væri að meta árangurinn í efstu deild en ekki sem landsliðsþjálfarar.

Guðmundur talaði fyrst um Ásgeir Elíasson en þessa skemmtilegu umræðu má sjá hér að neðan. Ansi mörg nöfn komu til sögunnar.

Klippa: Sportið í kvöld - Besti þjálfarinn í sögu efstu deildar í knattspyrnu

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×