Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 11:30 Minkurinn var með hvítan og þykkan feld og vel haldinn. Mynd/Lára Fanney Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney
Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38
Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11