Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 11:30 Minkurinn var með hvítan og þykkan feld og vel haldinn. Mynd/Lára Fanney Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney
Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38
Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11