Ungir og vitlausir minkar á ferli Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2014 12:38 Guðmundur Þorbjörn viðurkennir að talsvert hafi verið um kvartanir vegna minka að undanförnu. Uppi varð fótur og fit meðal nokkurra tónleikagesta á Stuðmannaballi í Hörpu um helgina þegar þeir rákust á mink í bílakjallara hússins. Þórunn Erna Clausen leikkona lýsti því með tilþrifum þegar hún rakst á mink eftir Stuðmannaball í Hörpu aðfararnótt laugardags. Þá hefur fréttastofu borist ábendingar um að oft megi sjá mink þarna í grjótgarðinum við ströndina við Sæbraut. Svo virðist sem minkur sé að færa sig uppá skaftið innan borgarmarka, eða er ekki svo, Guðmundur Þorbjörn Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar? „Sko, minkur hefur náttúrlega alltaf verið á vissum svæðum innan borgarmarka. Þá er aðallega verið að tala um eyjarnar hér í kring og árnar og vötn innan borgarmarka. En, í rauninni hefur orðið fækkun í mink. Það hafa ekki verið að koma margar kvartanir með þeirri undantekningu nú með haustinu, að kvartanir hafa verið að berast. Annars hefur verið lítið um mink fyrri part árs og reyndar síðustu tvö til þrjú árin.“ Guðmundur Þorbjörn kann engar skýringar á þessu, sem virðist fækkun minka, en hins hins vegar hefur refastofninn verið í verulegum vexti undanfarin ár. Guðmundur Þorbjörn treystir sér ekki til að segja til um hvort þetta tengist, því þess seú dæmi að greini þessara dýra liggi saman. En, hann gerir nú ráð fyrir því að refurinn hafi minkinn ef slettist uppá vinskapinn, hann sér stærri og sterkari. En, reyndar kemur á móti að minkurinn er grimmur. „En, sem sagt og alla vega hefur ekki verið mikið um mink undanfarin tvö til þrjú ár. En það hefur heyrst svolítið af honum núna. Ég skal alveg viðurkenna það. Töluvert.“ Guðmundur Þorbjörn segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt: „Menn verða varir við þetta sérstaklega að hausti. Nú eru ungu dýrin komin af stað, yrðlingar frá í sumar. Og þeir eru ekki eins varir um sig og fullorðnu dýrin. Eins og maður heyrði af þarna í Hörpu um helgina. Þetta er væntanlega hvolpur sem er að flækjast um. Þeir sjást miklu meira á haustin út af þessu; þeir eru ekki eins hræddir við fólk,“ segir rekstrarstjóri meindýravarna borgarinnar. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Uppi varð fótur og fit meðal nokkurra tónleikagesta á Stuðmannaballi í Hörpu um helgina þegar þeir rákust á mink í bílakjallara hússins. Þórunn Erna Clausen leikkona lýsti því með tilþrifum þegar hún rakst á mink eftir Stuðmannaball í Hörpu aðfararnótt laugardags. Þá hefur fréttastofu borist ábendingar um að oft megi sjá mink þarna í grjótgarðinum við ströndina við Sæbraut. Svo virðist sem minkur sé að færa sig uppá skaftið innan borgarmarka, eða er ekki svo, Guðmundur Þorbjörn Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar? „Sko, minkur hefur náttúrlega alltaf verið á vissum svæðum innan borgarmarka. Þá er aðallega verið að tala um eyjarnar hér í kring og árnar og vötn innan borgarmarka. En, í rauninni hefur orðið fækkun í mink. Það hafa ekki verið að koma margar kvartanir með þeirri undantekningu nú með haustinu, að kvartanir hafa verið að berast. Annars hefur verið lítið um mink fyrri part árs og reyndar síðustu tvö til þrjú árin.“ Guðmundur Þorbjörn kann engar skýringar á þessu, sem virðist fækkun minka, en hins hins vegar hefur refastofninn verið í verulegum vexti undanfarin ár. Guðmundur Þorbjörn treystir sér ekki til að segja til um hvort þetta tengist, því þess seú dæmi að greini þessara dýra liggi saman. En, hann gerir nú ráð fyrir því að refurinn hafi minkinn ef slettist uppá vinskapinn, hann sér stærri og sterkari. En, reyndar kemur á móti að minkurinn er grimmur. „En, sem sagt og alla vega hefur ekki verið mikið um mink undanfarin tvö til þrjú ár. En það hefur heyrst svolítið af honum núna. Ég skal alveg viðurkenna það. Töluvert.“ Guðmundur Þorbjörn segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt: „Menn verða varir við þetta sérstaklega að hausti. Nú eru ungu dýrin komin af stað, yrðlingar frá í sumar. Og þeir eru ekki eins varir um sig og fullorðnu dýrin. Eins og maður heyrði af þarna í Hörpu um helgina. Þetta er væntanlega hvolpur sem er að flækjast um. Þeir sjást miklu meira á haustin út af þessu; þeir eru ekki eins hræddir við fólk,“ segir rekstrarstjóri meindýravarna borgarinnar.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira