Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. september 2014 10:11 Leik- og söngkonan skemmti sér vel á Stuðmannaballi í Hörpunni í gær en eftir ballið hittu þau gest sem hefur líklega sjaldan sótt Stuðmannatónleika. Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira