Innlent

Ekkert nýtt smit á sýkla- og veirufræðideild síðasta sólarhringinn

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Bráðamóttakan Fossvogi
Bráðamóttakan Fossvogi Foto: Vilhelm Gunnarsson

Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist á smitsjúkdómadeild Landspítalans síðasta sólarhringinn. Er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn náði til Íslands. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild segir í samtali við fréttastofu að á annað hundrað sýni hafi verið tekin til skoðunar.

„Það eru nú ánægjulegar fréttir að það greindist enginn jákvæður síðasta sólarhring þannig að það er bara mjög jákvætt,“ segir Karl.

Ekkert smit segir til um árangur með þeim aðgerðum sem hafa verið í gangi

„Það þýðir bara að við erum að sjá árangur af þeim aðgerðum sem hafa verið í gangi. Faraldurinn er nú kannski ekki alveg horfinn þá það sé ekkert smit einn daginn. Það getur komið einhver tilfelli næstu daga,“ segir Karl.

Kemur ekki á óvart að það komi dagur án þess að smit greinist

„Miðað við hvernig þetta hefur verið síðustu daga þá hafa verið fá tilfelli suma dagana og þetta kemur svo sem ekkert á óvart að það komi einn dagur þar sem við greinum ekkert tilfelli,“ segir Karl.

Um klukkan eitt birtast nýjustu tölur á Covid.is og þá kemur í ljós meðal annars hvort smit hafi greinst í mælingum hjá Íslenskri erfðagreiningu undanfarinn sólarhring.

Upplýsingafundur Almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirunnar verður eftir sem áður klukkan tvö, í beinni útsendingu á Vísi, Bylgjunni og á Stöð 2 Vísi sem er á rás fimm á myndlyklum Vodafone og rás 8 á myndlyklum Símans.


Tengdar fréttir

Sjö ný smit og fækkar á sjúkrahúsum

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.785 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um sjö á milli daga. Þeim sem liggja á sjúkrahúsum fækkaði um sex á milli daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.