Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 09:01 Læknar, hjúkrunarfræðingar og vísindamenn hafa lagt mikið á sig í glímunni við veiruna. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent