Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 09:01 Læknar, hjúkrunarfræðingar og vísindamenn hafa lagt mikið á sig í glímunni við veiruna. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Steini frá Straumnesi látinn Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Fleiri fréttir Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Sjá meira
Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Steini frá Straumnesi látinn Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Fleiri fréttir Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Sjá meira