Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 09:01 Læknar, hjúkrunarfræðingar og vísindamenn hafa lagt mikið á sig í glímunni við veiruna. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira