Um 45 cm sig eftir skjálftann í morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2014 14:35 Vísir/Auðunn Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð. Bárðarbunga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.
Bárðarbunga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira