Árni Páll gagnrýndi stuðning Bjarna við innanríkisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2014 16:10 Bjarni talaði um að "endalausar hræringar“ hafi verið í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Vísir / Stefán Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við áframhaldandi setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á ráðherrastóli eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður fyrir meintan leka á trúnaðargögnum. Sagði hann að löngu ljóst væri að Hanna Birna ætti að víkja úr embætti. Handahófskenndar breytingar „Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Að tryggja að ábyrgð fylgi valdi og hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Árni Páll og kallaði hann breytingarnar sem gerðar hafa verið á meðferð dómsmála handahófskenndar. „Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ekki hafa ráðið við þá leið,“ sagði hann í framsögu sinni en vísaði þar til þess að Bjarni hafi ekki farið fram á afsögn Hönnu Birnu. Árni Páll var harðorður í garð Bjarna.Vísir / GVA Endalausar hræringar vinstristjórnarinnarBjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni Árna Páls og vék að ráðherrahrókeringum í síðustu ríkisstjórn, sem sá síðarnefndi sat í sjálfur um tíma, í tveimur mismunandi ráðherraembættum. Bjarni talaði um að fimmtán ráðherrar hafi setið í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þegar allt væri talið. „Af þessum fimmtán sátu aðeins tveir ráðherrar í sama ráðuneytinu undir sama heiti,“ sagði Bjarni og benti á að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar á ráðherraskipan síðustu ríkisstjórnar sem hann kallaði „endalausar hræringar“.Enn stendur til að leggja fram vantraustHelgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, upplýsti í umræðunni að enn stæði til að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Beðið sé eftir því að rannsókn umboðsmanns Alþingis ljúki. Umboðsmaður tók málið upp að eigin frumkvæði í kjölfar frétta DV af fundum ráðherrans með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá upplýsti Helgi Hrafn einnig að flokkur hans hefði ráðfært sig við sérfræðinga um hvort hægt væri að leggja fram vantrauststillögu áður en rannsóknin klárast. Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við áframhaldandi setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á ráðherrastóli eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður fyrir meintan leka á trúnaðargögnum. Sagði hann að löngu ljóst væri að Hanna Birna ætti að víkja úr embætti. Handahófskenndar breytingar „Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Að tryggja að ábyrgð fylgi valdi og hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Árni Páll og kallaði hann breytingarnar sem gerðar hafa verið á meðferð dómsmála handahófskenndar. „Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ekki hafa ráðið við þá leið,“ sagði hann í framsögu sinni en vísaði þar til þess að Bjarni hafi ekki farið fram á afsögn Hönnu Birnu. Árni Páll var harðorður í garð Bjarna.Vísir / GVA Endalausar hræringar vinstristjórnarinnarBjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni Árna Páls og vék að ráðherrahrókeringum í síðustu ríkisstjórn, sem sá síðarnefndi sat í sjálfur um tíma, í tveimur mismunandi ráðherraembættum. Bjarni talaði um að fimmtán ráðherrar hafi setið í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þegar allt væri talið. „Af þessum fimmtán sátu aðeins tveir ráðherrar í sama ráðuneytinu undir sama heiti,“ sagði Bjarni og benti á að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar á ráðherraskipan síðustu ríkisstjórnar sem hann kallaði „endalausar hræringar“.Enn stendur til að leggja fram vantraustHelgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, upplýsti í umræðunni að enn stæði til að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Beðið sé eftir því að rannsókn umboðsmanns Alþingis ljúki. Umboðsmaður tók málið upp að eigin frumkvæði í kjölfar frétta DV af fundum ráðherrans með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá upplýsti Helgi Hrafn einnig að flokkur hans hefði ráðfært sig við sérfræðinga um hvort hægt væri að leggja fram vantrauststillögu áður en rannsóknin klárast.
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira