Erlent

Unga fólkið vill Royal

Ségolène Royal nýtur mikillar hylli sem frambjóðandi Sósíalstaflokksins.
Ségolène Royal nýtur mikillar hylli sem frambjóðandi Sósíalstaflokksins. MYND/AP

Yngstu kjósendurnir í Frakklandi eru hrifnari af frambjóðanda Sósíalistaflokksins, Ségoléne Royal, en innanríkisráðherranum Nicholas Sarkozy. Í könnun sem gerð var fyrir fríblaðið Metro myndu 53% 18-29 ára Frakka kjósa Royal ef valið stæði á milli þessara tveggja í seinni umferð forsetakosninganna.

Ungir Frakkar hafa löngum hneigst frekar til vinstri hliðar stjórnmálanna en þeirrar hægri og könnunin er í samræmi við það. Í fyrri umferðinni myndi Royal einnig fá flest atkvæði eða 36%, innanríkisráðherrann, sem er flokksbróðir Chiracs, núverandi forseta, myndi fá 32%. Þá myndi François Bayrou fá 10% en öfgahægrimaðurinn Jean-Marie Le Pen fengi 9% atkvæða, sem er talsvert mikið miðað við andstöðu ungra Frakka við hann og öfgaflokk hans Le Front National.

83% þessa aldurshóps segja komandi forsetakosningar vekja áhuga sinn en aðeins 14% segjast engan áhuga hafa á kosningunum eða úrslitum þeirra. Þá segist tæpur helmingur, 42%, vera "mjög áhugasamur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×