Erlent

Carlsberg reiðubúið að greiða fyrir lestarsamgöngur í Valby

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Danska bruggfyrirtækið Carlsberg segist reiðubúið að greiða hluta af kostnaði við að leggja neðanjarðarlestarteina út í Valby í Kaupmannahöfn ef það verði til þess að lest komi við í fyrirhugaðri byggð sem ætlunin er reisa þegar fyrirtækið flytur þaðan til Fredericia.

Fyrirtækið stendur nú fyrir samkeppni um skipulag svæðisins sem fyrirtækið mun yfirgefa og er áætlað að hægt verði að reisa þar tvö þúsund íbúðir. Hefur tillagan hlotið svo góðan hljómgrunn að borgarstjórinn í Kaupmannahöfn ætlar að taka málið upp við samgönguráðherra Danmerkur og ræða hvort ráðast eigi í rannsóknir á leiðinni til Valby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×