„Dæmigerður hnjúkaþeyr“ orsök hins mikla janúarhita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 10:48 Það hefur verið ágætt veður til útihlaupa víðast hvar á landinu undanfarna daga. Vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga. Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga.
Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23