„Dæmigerður hnjúkaþeyr“ orsök hins mikla janúarhita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 10:48 Það hefur verið ágætt veður til útihlaupa víðast hvar á landinu undanfarna daga. Vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga. Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga.
Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23