Innlent

Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Staðan var sumarleg á hádegi í dag líkt og kortið sýnir.
Staðan var sumarleg á hádegi í dag líkt og kortið sýnir. Mynd/Veðurstofa

Það voru heldur óvenjulegar hitatölurnar sem litu dagsins ljós á Tröllaskaga í dag. Hæstur fór hitinn í 15,8 gráður í Héðinsfirði í dag.

Í samtali við Vísi segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, að ástæðan sé einföld. Hnjúkaþeyr, hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum hefur leikið um íbúa Tröllaskagans í dag.

Íslendingar eru ef till vanari því að glíma við frost og aðrar vetrarhörkur í byrjun árs en töluverð hlýindi hafa verið á landinu í dag. Á Siglufirði mældist mestur hiti 15,1 gráða og á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði mátti sjá sömu hitatölur.

Eitthvað mun kólna um helgina en í næstu viku eru áframhaldandi hlýindi í kortunum.

Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt, 8-15 m/s, en sums staðar hvassari í fyrstu. Rigning eða súld á köflum S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast N-lands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan 10-15 m/s og víða rigning, en vestlægari síðdegis með snjókomu eða éljum og kólnar. Hiti nálægt frostmarki um kvöldið.

Á sunnudag:
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, hvassast NV-til, en þurrt á austanverðu landinu. Lægir seinnipartinn. Hiti víða 0 til 4 stig.

Á mánudag:
Suðlæg eða brytileg átt og úrkomulítið en norðlæg átt á N-verðu landinu með éljum seinnipartinn. Hiti nálægt frostmarki, en 0 til 5 stiga hiti syðst.

Á þriðjudag:
Hægt vaxandi suðlæg átt með hlýnandi veðri. Fer að rigna S- og V-til um kvöldið.

Á miðvikudag:
Útlit hlýja suðvestanátt með rigningu um landið vestanvert en þurrt eystra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.