„Dæmigerður hnjúkaþeyr“ orsök hins mikla janúarhita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 10:48 Það hefur verið ágætt veður til útihlaupa víðast hvar á landinu undanfarna daga. Vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga. Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga.
Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23