Innlent

Hiti gæti farið yfir 20 stig

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fáum við loksins sumarveður í janúar? Skjáskot af hitaspá Veðurstofunnar klukkan 15 á morgun.
Fáum við loksins sumarveður í janúar? Skjáskot af hitaspá Veðurstofunnar klukkan 15 á morgun. Skjáskot/veðurstofa íslands

Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. Þá gæti hiti farið yfir 20 stig á Austfjörðum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag er búist við vaxandi suðlægri átt, rigningu og auknum hlýindum um landið vestanvert. Svalara verður austantil, þurrt og hægur vindur en hvessir síðan af suðvestri í kvöld og nótt.

Á morgun er gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi fyrir norðan á morgun en hægari vindi syðra. Þá gæti orðið mjög hlýtt á morgun, miðað við árstíma og raunar miðað við veðurfar á Íslandi almennt, ef aðstæður leyfa.

„Hlýtt í veðri og við svona aðstæður getur hitinn orðið ansi góður ef allt gengur upp með að ná honum niður á láglendi úr háloftunum eða jafnvel yfir 20 stig, en hlýjast verður á Austfjörðum enda verður hlýjast hlémegin fjalla. Það verður samt að teljast frekar ólíklegt og tölur á bilinu 10 til 15 stig eru líklegri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á fimmtudag dregur síðan úr vindi og kólnar.

„Þar á eftir taka við dagar með svalari umhleypingum og bendir margt til þess að um og eftir helgi verði dagar vetrarlegri en þeir hafa verið að undanförnu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Suðvestan 15-23 m/s, hvassast NV-til. Rigning, en þurrt á A-verðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Á fimmtudag:
Minnkandi vestlæg átt og él nyrst um morguninn, en rigning með köflum SV-til. Breytileg átt 3-10 og víða þurrt seinnipartinn. Vægt frost um landið N- og A-vert, annars 1 til 6 stiga hiti.

Á föstudag:
Vestlæg átt, 8-15,en hvassari á stöku stað. Rigning eða slydda, en úrkomulítið NA- og A-lands. Hiti 1 til 5 stig.

Á laugardag:
Suðlæg átt og fremur úrkomusamt undir kvöld. Frost um mst allt land en 1 til 6 stiga hiti SV-til um kvöldið.

Á sunnudag:
Ákveðin vestlæg átt, en mun hægari og norðlægari um kvöldið. Víða rigning eða slydd, síst SA-lands og hiti 0 til 4 stig. Frystir víða með kvöldinu.  Á mánudag: Útlit fyrir fremur úrkomusama suðlæga átt með hita nálægt frostmarki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.