Kanadískur námsmaður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 23:13 Rajeev Ayer hefur verið hér á landi frá því árið 2016 en hann stundar leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Keili. Vísir/Stefán Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira