Fótbolti

Jóhann Berg mælir með Beint í mark | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg í baráttunni við Tin Jedvaj í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum síðan.
Jóhann Berg í baráttunni við Tin Jedvaj í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum síðan. EPA-EFE/KHALED ELFIQI

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og enska félagsins Burnley, ku vera með lausn á því ef fólk er uppiskroppa með hugmyndir af því sem hægt er að gera heima hjá sér.

Jóhann Berg var nefnilega einn af stofnendum spurningaspilsins Beint í mark og var hann í viðtali á Twitter-aðgangi Burnley um spilið. Þar kemur fram að spilið sé fyrir alla fjölskylduna og spurningarnar séu styrleikaskiptar.

Spilið kom út í desember árið 2017 og eflaust hafa margir gripið aftur í það á þessum fordæmalaus tímum. Jóhann var ekki aðeins einn af stofnendum spilsins heldur er hann einnig hluti af spilinu þar sem spurningarnar snúast jú allar um knattspyrnu.

„Það eru nokkrar spurningar í spilinu þar sem ég sjálfur er svarið. Ég næ þeim sem betur fer alltaf rétt,“ sagði Jóhann Berg kíminn í viðtalinu.

Jóhann hefur verið í lykilhlutverki hjá Burnley undanfarin ár en hefur verið mikið frá vegna meiðsla á leiktíðinni sem enn er óvíst hvenær mun ljúka. Hefur hann aðeins leikið átta leiki í vetur.

Burnley hefur gengið ágætlega í fjarveru Jóhanns í vetur en liðið sat í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 29 umferðir þegar deildin var tímabundið frestað vegna kórónufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×