Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira