Sportpakkinn: Janúar mjög krefjandi fyrir starfsmenn Laugardalsvallar en völlurinn leit vel út í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 16:00 Grasið á Laugardalsvellinum í dag og Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Vísir/Sigurjón Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira