Erlent

Sagðir hafa dregið úr alvarleika faraldursins í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að aflétta útgöngubannií borginni Wuhan í Kína.
Búið er að aflétta útgöngubannií borginni Wuhan í Kína. AP/Olivia Zhang

Yfirvöld Kína leyndu umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar þar í landi. Það var gert með því að gefa ekki upp hve margir raunverulega smituðust af veirunni og hve margir dóu. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu leyniþjónusta Bandaríkjanna sem afhent var Hvíta húsinu á dögunum.

Heimildarmenn Bloomberg innan Hvíta hússins segja skýrsluna sýna að þær upplýsingar sem Kína hafi veitt umheiminum séu falskar. Þeir vildu þó ekki fara nánar út í það hvað segir í skýrslunni.

Faraldurinn hófst í Hubei-héraði í lok síðasta árs. Í fyrstu reyndu yfirvöld að halda því leyndu og refsaði læknum sem reyndu að vara fólk við. Síðan var gripið til umfangsmikilla aðgerða og fólki gert að halda sig heima.

Heilt yfir hafa yfirvöld Kína sagt að 82.361 hafi smitast í Kína og 3.193 dáið. Í Bandaríkjunum hafa greinst rúmlega 190 þúsund smit og 4.090 eru dánir. Á Ítalíu eru 12.428 dánir, 9.053 eru dánir á Spáni og 3.523 í Frakklandi.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ítrekað sakað Kommúnistaflokk Kína um ósannindi í tengslum við faraldurinn og um að hafa dregið lappirnar í því að deila upplýsingum með umheiminum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×