Aron Elís Þrándarson og félagar í Álasundi eru úr leik í norsku bikarkeppninni eftir tap gegn 2. deildarliði Brattvåg í kvöld.
Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en Brattvåg komst yfir snemma í framlengingunni. Álasund jafnaði nokkrum mínútum fyrir leikslok og þvingaði fram vítaspyrnukeppni.
Í henni skoraði Brattvåg úr öllum sínum spyrnum en fyrsta spyrna Álasunds fór forgörðum og liðið er því úr leik.
Aron Elís kom inn á 86. mínútu leiksins en Adam Örn Arnarson sat á bekknum allan tímann.
Úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
