Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2020 14:15 Talsmenn Eimskipa og Samskipa segja vöruflutninga til og frá landinu hafa gengið vel þrátt fyrir ýmsar hindranir. Yfirvöld og hafnarstarfsmenn í öðrum löndum leggi áherslu á greiða flutninga. Vísir Stóru skipafélögin Eimskip og Samskip hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að tryggja óhindraða flutninga vöru til og frá landinu meðal annars með því að setja reglur til að gæta að öryggi og heilsu starfsmanna. Þórunn Inga Ingjaldsdóttir forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa segir vel hafa gengið að koma vörum til og frá landinu.Mynd/Samskip „Meginmarkmið aðgerðanna sem gripið hefur verið til styður fyrirtækið í að halda óskertri þjónustu við viðskiptavini á þessu óvissutímabili," segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Starfseminni hafi verið skipt upp þannig að samgangur sé ekki á milli deilda í vöruhúsi, á gámasvæðum, skrifstofu og skip félagsins séu einangruð frá hvert örðu. Áhafnir fari ekki frá borði í höfnum og gestakomur um borð séu bannaðar. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskipa segir að gripið hafi verið til sams konar ráðstafana hjá hennar félagi. „Við höfum eins og mörg fyrirtæki farið í ýmsar aðgerðir, t.d. að hólfa niður starfsemina og skipta upp hópum til að minnka áhættu og tryggja vöruflæði til og frá landinu og í þeim löndum sem við störfum," segir Edda Rut. Skipafélögin tvö hafa bæði fækkað skipum í flota sínum vegna minni umsvifa en þau flytja megnið af öllum vörum til og frá landinu. Nauðsynlegar matvörur og annað hráefni er flutt inn og mikilvægar útflutningsafurður út til Evrópuríkja og annarra landa. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskipa segir yfirvöld og hafnarstarfsmenn í öðrum löndum standa sig vel í að tryggja vöruflutninga.Mynd/Emskip „Það hefur dregið úr magni í kerfinu okkar og við sáum líka innflutning til Íslands almennt minnka á síðasta ári. Þess vegna gerðum við tímabundnar breytingar á siglingakerfinu okkar í lok mars þar sem við einfölduðum kerfið og skiluðum tveimur skipum sem við höfðum verið með á leigu fyrr en áætlað var," segir Edda Rut. Breytingar hafi meðal annars verið gerðar til að mæta aukinni þörf fyrir útflutning á frystum fiskafurðum og minni útflutnings á ferskum fiskafurðum. „Flutningur á matvöru hefur verið sterkur og við lögðum áherslu á það í breytingunum að tryggja hraða þjónustu á ferskvöru til Íslands og Færeyja. Byggingavara og bílar, vélar og tæki eru þeir vöruflokkar sem hafa gefið hvað mest eftir eins og við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum," segir Edda Rut. Svipaða sögu er að segja hjá Samskipum. Þar hefur skipum verið fækkað um eitt en á sama tíma stutt við útflutning frá öllu landinu beint til Evrópu og boðið upp á beinan innflutning til Norðurlands. „Innflutningur á matvælum gengur vel, lítið dregist saman en samdráttinn má að mestu skrifa á minni eftirspurn hjá veitingastöðum, stóreldhúsum og mötuneytum. Í öðrum vöruflokkum er samdráttur meiri, það er minna flutt inn af bílum, byggingavöru og sumum vörum í smásöluiðnaði," segir Þórunn Inga. Það hafi verið samdráttur í öllum vöruflokkum í sjávarútvegi og helst að stóriðja og þurrvöruflokkar hafi haldið sjó. Þórunn Inga og Edda Rut segja báðar að vel hafi tekist að fá afgreiðlsu fyrir vörur og þjónustu í örðum löndum. Hins vegar geti stundum reynst flóknara að afgreiða málin. „Enn sem komið er hefur allt gengið, engar beiðnir hafi algerlega strandað en það geti komið upp tafir, einkum þegar flytja þarf vörur yfir landamæri. Við leitum leiða til að hlutirnir gangi upp, sums staðar er snúið að flytja vörur með trukkum því bílstjórar mega ekki fara yfir landamæri, í staðinn hefur verið gripið til þess að flytja vörur með lestum," segir Þórunn Inga. Edda Rut segir vöruflutninga í heiminum almennt hafa gengið vel þrátt fyrir ýmsar áskoranir og tafir á sumum mörkuðum. „Við höfum ekki fundið fyrir miklum hindrunum í vöruflutningum og finnum að yfirvöld víðast hvar leggja ríka áherslu á þeir gangi sem best. Skipin okkar eru að sigla og flutningabílarnir okkar að keyra. Hins vegar höfum við séð ákveðnar tafir t.d. á landamærum á meginlandi Evrópu, sérstaklega í mars en það hefur allt gengið þrátt fyrir það. Við höfum ekki fundið fyrir töfum í höfnum vegna faraldursins og ljóst að hafnarstarfsmenn víða um heim eru að vinna gríðarlega góða vinnu," segir Edda Rut. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Erfiðast að hitta ekki starfsfólk „Því miður vitum við lítið um framhaldið og eigum erfitt með að sjá hvað gerist næstu mánuði,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða í viðtali um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. 22. apríl 2020 13:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Stóru skipafélögin Eimskip og Samskip hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að tryggja óhindraða flutninga vöru til og frá landinu meðal annars með því að setja reglur til að gæta að öryggi og heilsu starfsmanna. Þórunn Inga Ingjaldsdóttir forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa segir vel hafa gengið að koma vörum til og frá landinu.Mynd/Samskip „Meginmarkmið aðgerðanna sem gripið hefur verið til styður fyrirtækið í að halda óskertri þjónustu við viðskiptavini á þessu óvissutímabili," segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Starfseminni hafi verið skipt upp þannig að samgangur sé ekki á milli deilda í vöruhúsi, á gámasvæðum, skrifstofu og skip félagsins séu einangruð frá hvert örðu. Áhafnir fari ekki frá borði í höfnum og gestakomur um borð séu bannaðar. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskipa segir að gripið hafi verið til sams konar ráðstafana hjá hennar félagi. „Við höfum eins og mörg fyrirtæki farið í ýmsar aðgerðir, t.d. að hólfa niður starfsemina og skipta upp hópum til að minnka áhættu og tryggja vöruflæði til og frá landinu og í þeim löndum sem við störfum," segir Edda Rut. Skipafélögin tvö hafa bæði fækkað skipum í flota sínum vegna minni umsvifa en þau flytja megnið af öllum vörum til og frá landinu. Nauðsynlegar matvörur og annað hráefni er flutt inn og mikilvægar útflutningsafurður út til Evrópuríkja og annarra landa. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskipa segir yfirvöld og hafnarstarfsmenn í öðrum löndum standa sig vel í að tryggja vöruflutninga.Mynd/Emskip „Það hefur dregið úr magni í kerfinu okkar og við sáum líka innflutning til Íslands almennt minnka á síðasta ári. Þess vegna gerðum við tímabundnar breytingar á siglingakerfinu okkar í lok mars þar sem við einfölduðum kerfið og skiluðum tveimur skipum sem við höfðum verið með á leigu fyrr en áætlað var," segir Edda Rut. Breytingar hafi meðal annars verið gerðar til að mæta aukinni þörf fyrir útflutning á frystum fiskafurðum og minni útflutnings á ferskum fiskafurðum. „Flutningur á matvöru hefur verið sterkur og við lögðum áherslu á það í breytingunum að tryggja hraða þjónustu á ferskvöru til Íslands og Færeyja. Byggingavara og bílar, vélar og tæki eru þeir vöruflokkar sem hafa gefið hvað mest eftir eins og við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum," segir Edda Rut. Svipaða sögu er að segja hjá Samskipum. Þar hefur skipum verið fækkað um eitt en á sama tíma stutt við útflutning frá öllu landinu beint til Evrópu og boðið upp á beinan innflutning til Norðurlands. „Innflutningur á matvælum gengur vel, lítið dregist saman en samdráttinn má að mestu skrifa á minni eftirspurn hjá veitingastöðum, stóreldhúsum og mötuneytum. Í öðrum vöruflokkum er samdráttur meiri, það er minna flutt inn af bílum, byggingavöru og sumum vörum í smásöluiðnaði," segir Þórunn Inga. Það hafi verið samdráttur í öllum vöruflokkum í sjávarútvegi og helst að stóriðja og þurrvöruflokkar hafi haldið sjó. Þórunn Inga og Edda Rut segja báðar að vel hafi tekist að fá afgreiðlsu fyrir vörur og þjónustu í örðum löndum. Hins vegar geti stundum reynst flóknara að afgreiða málin. „Enn sem komið er hefur allt gengið, engar beiðnir hafi algerlega strandað en það geti komið upp tafir, einkum þegar flytja þarf vörur yfir landamæri. Við leitum leiða til að hlutirnir gangi upp, sums staðar er snúið að flytja vörur með trukkum því bílstjórar mega ekki fara yfir landamæri, í staðinn hefur verið gripið til þess að flytja vörur með lestum," segir Þórunn Inga. Edda Rut segir vöruflutninga í heiminum almennt hafa gengið vel þrátt fyrir ýmsar áskoranir og tafir á sumum mörkuðum. „Við höfum ekki fundið fyrir miklum hindrunum í vöruflutningum og finnum að yfirvöld víðast hvar leggja ríka áherslu á þeir gangi sem best. Skipin okkar eru að sigla og flutningabílarnir okkar að keyra. Hins vegar höfum við séð ákveðnar tafir t.d. á landamærum á meginlandi Evrópu, sérstaklega í mars en það hefur allt gengið þrátt fyrir það. Við höfum ekki fundið fyrir töfum í höfnum vegna faraldursins og ljóst að hafnarstarfsmenn víða um heim eru að vinna gríðarlega góða vinnu," segir Edda Rut.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Erfiðast að hitta ekki starfsfólk „Því miður vitum við lítið um framhaldið og eigum erfitt með að sjá hvað gerist næstu mánuði,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða í viðtali um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. 22. apríl 2020 13:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58
Erfiðast að hitta ekki starfsfólk „Því miður vitum við lítið um framhaldið og eigum erfitt með að sjá hvað gerist næstu mánuði,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða í viðtali um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. 22. apríl 2020 13:00