Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. mars 2020 08:58 Skrifstofur Eimskips að Korngörðum í Reykjavík. Vísir/vilhelm Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskips hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. Eimskip hyggst þannig skila bæði Goðafossi og Laxfossi fyrr en áætlað var og þannig „lækka fastan rekstrarkostnað“ á tímum kórónuveirfarsóttarinnar. Eimskip hyggst ráðast í umræddar breytingar í fyrri hluta apríl og segir félagið breytingarnar vera tímabundnar. Siglingakerfið verði í notkun þar til samstarf Eimskips við Royal Arctic Line hefst, en vonir standa til að samstarfið geti hafist í sumar. Á heimasíðu Eimskips er lögð mikil áhersla á að breytingarnar sem taka formlega gildi í aprílbyrjun muni þó ekki fela í sér kúvendingu á þeirri þjónustu sem félagið hefur boðið upp frá lykilhöfnum. Þannig verði Eimskip áfram með „stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja,“ eins og það er orðað á heimasíðunni. Þar lætur forstjóri Eimskips, Vilhelm Már Þorsteinsson, hafa eftir sér að merkja megi breyttar flutningsvenjur á þeim tímum sem nú ríkja í alþjóðasamskiptum. „Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja,“ segir Vilhelm og bætir við: „Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskips hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. Eimskip hyggst þannig skila bæði Goðafossi og Laxfossi fyrr en áætlað var og þannig „lækka fastan rekstrarkostnað“ á tímum kórónuveirfarsóttarinnar. Eimskip hyggst ráðast í umræddar breytingar í fyrri hluta apríl og segir félagið breytingarnar vera tímabundnar. Siglingakerfið verði í notkun þar til samstarf Eimskips við Royal Arctic Line hefst, en vonir standa til að samstarfið geti hafist í sumar. Á heimasíðu Eimskips er lögð mikil áhersla á að breytingarnar sem taka formlega gildi í aprílbyrjun muni þó ekki fela í sér kúvendingu á þeirri þjónustu sem félagið hefur boðið upp frá lykilhöfnum. Þannig verði Eimskip áfram með „stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja,“ eins og það er orðað á heimasíðunni. Þar lætur forstjóri Eimskips, Vilhelm Már Þorsteinsson, hafa eftir sér að merkja megi breyttar flutningsvenjur á þeim tímum sem nú ríkja í alþjóðasamskiptum. „Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja,“ segir Vilhelm og bætir við: „Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira