Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 09:01 Læknar, hjúkrunarfræðingar og vísindamenn hafa lagt mikið á sig í glímunni við veiruna. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Viðbrögð yfirvalda og almennings á Íslandi við kórónuveirufaraldrinum hafa vakið heimsathygli og ekkert lát virðist vera á því. Þannig er Ísland sagt vera hinn fullkomni vettvangur til að rannsaka veiruna og sjúkdóminn sem henni fylgir í ítarlegri umfjöllun á vef Bloomberg sem birt var í morgun. Í greininni er stiklað á stóru um viðbrögð yfirvalda hér á landi og bent á hversu mikil áhersla hafi verið lögð á að prófa fyrir smiti, einangra þá sem eru smitaðir og finna þá sem hafa komist í tæri við smitaða og koma þeim í sóttkví. Þá er bent á hið augljósa, að þjóðin sé tiltölulega fámenn og boðleiðir innan stjórnkerfisins styttri en víða annars staðar. „Ísland er besta rannsóknarstofan sem við höfum,“ er haft eftir John Ionnidis, prófessor í læknisfræði og faraldursfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þaðan hafa fengist gagnlegar upplýsingar og þetta sýnir að mikil áherslu á að prófa fyrir smitum getur skilað frábærum niðurstöðum“. Einnig er rætt við Kára Stefánsson sem segir að hann hafi ákveðið að bjóða fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann heyrði í útvarpinu einn daginn að gert væri ráð fyrir að yfir þrjú prósent af þeim smituðust í Kína myndu deyja. Kári Stefánsson. „Ég áttaði mig ekki á því hvernig væri hægt að reikna út dánarhlutfallið ef við hefðum ekki upplýsingar um hversu víðtækt samfélagslegt smit væri,“ er haft eftir Kára. „Það sem vantar um heim allan eru meiri prófanir.“ Einnig er farið yfir nýlega vísindagrein vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu sjúkdómsins, sem birt var í New England Journal of Medicine á dögunum. Þar kemur fram að skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendi til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Haft er eftir Kára að samtakamáttur Íslendinga hafi skipt sköpum og þegar vandamál hafi komið upp, svo sem skortur á sýnatökupinnum, hafi það einfaldleg verið leyst. Þannig séu Íslendingar þjóð sem hafi allt á hornum sér þegar gangi vel en þegar það er krísuástand „erum við betri en allar þjóðir heimsins,“ líkt og Kári kemst að orði. Umfjöllun Bloomberg má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira