CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 10:56 Skimun Íslendinga hefur víða vakið athygli. Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira