CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 10:56 Skimun Íslendinga hefur víða vakið athygli. Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira