CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 10:56 Skimun Íslendinga hefur víða vakið athygli. Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum