Neita að reisa mosku með nýja trúfélaginu 10. desember 2010 06:30 Okkar umsókn er alveg aðskilin lóðaumsóknum annarra, segir forstöðumaður Félags múslima, sem tekur ekki í mál að byggja mosku með öðru trúfélagi múslima.Fréttablaðið/Anton „Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira