Neita að reisa mosku með nýja trúfélaginu 10. desember 2010 06:30 Okkar umsókn er alveg aðskilin lóðaumsóknum annarra, segir forstöðumaður Félags múslima, sem tekur ekki í mál að byggja mosku með öðru trúfélagi múslima.Fréttablaðið/Anton „Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
„Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira