Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 18:15 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur. Landbúnaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur.
Landbúnaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira