Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 18:15 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur. Landbúnaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur.
Landbúnaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira