Erlent

Blómahaf í Jóhannesarborg

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kiran heitir þessi hnokki, sem fann notalegan bangsa til að halla sér upp að innan um blómin, sem lögð hafa verið fyrir framan hús Mandela í Jóhannesarborg.
Kiran heitir þessi hnokki, sem fann notalegan bangsa til að halla sér upp að innan um blómin, sem lögð hafa verið fyrir framan hús Mandela í Jóhannesarborg. fréttablaðið/AP
Þúsundir manna lögðu í gær leið sína að heimili Nelsons Mandela í Jóhannesarborg til að minnast hins látna leiðtoga. Fólk hefur lagt blóm á gangstéttina og var þar orðið mikið blómahaf.

Aðrir tóku dansspor og sungu hástöfum til heiðurs Mandela, sem lést á fimmtudaginn eftir alvarleg veikindi, 95 ára gamall. Hann verður jarðsunginn á sunnudaginn kemur.

Þjóðarleiðtogar streyma nú til Suður-Afríku til að taka þátt í minningarathöfn, sem haldin verður í Soweto-hverfi í Jóhannesarborg á morgun. Meðal þeirra sem taka þar til máls verða Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Li Yuanchao, varaforseti Kína, og Raul Castro, forseti Kúbu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×