Erlent

Tveir létu lífið í eldsvoða í Danmörku

Höskuldur Kári Schram skrifar
Tveir létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í bænum Løgstør á Norður Jótlandi í Danmörku í nótt.

Sex voru fluttir á slysadeild en þeir eru ekki í lífshættu. Húsið er mikið skemmt eftir eldinn og þurftu tuttugu og átta íbúar að gista í sérstöku neyðarskýli í nótt. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×