Erlent

Tveir franskir hermenn féllu í skotbardaga

Höskuldur Kári Schram skrifar
Franskir hermenn í Mið-Afríkulýðveldinu.
Franskir hermenn í Mið-Afríkulýðveldinu. mynd/afp
Tveir franskir hermenn féllu í skotbardaga í Bangui höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins í gær.

Þetta er fyrsta mannfall Frakka eftir að þeir sendu 1.600 manna herlið til landsins í síðustu viku. Mikil óöld hefur ríkt í landinu eftir að uppreisnarmenn tóku völdin í mars síðastliðnum en talið er að mörg hundruð manns hafi látið lífið í átökum á síðastliðnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×