Erlent

Giftingar samkynhneigðra leyfðar í Englandi og Wales

Egill Fannar Halldórsson skrifar
Laugardaginn 29.mars 2014 verða fyrstu brúðkaup samkynhneigðra á Bretlandi, segir Maria Miller, Jafnréttismálaráðherra Bretlands.

Stjórnarfrumvarp sem felur í sér lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra var tekið til umræðu í Breska þinginu í maí síðastliðnum en mætti andstöðu Íhaldsflokksins.

Ef þetta gengur eftir munu fyrstu brúðkaup samkynhneigðra verða nokkrum mánuðum fyrr en ríkisstjórnin hefur áður gert ráð fyrir.

Miller segir að hjónaband muni vera öllum löglegt frá 29. mars á næsta ári, án þess að vera bundið við það hvort að einstaklingur verði ástfanginn af einhverjum af sama kyni eða ekki.

„Þetta er enn eitt skrefið í þróun hjónabands og ég veit að mikið af pörum víð og dreif um landið eru spennt að skipuleggja stóra daginn sinn og staðfesta ást sína og skuldbindingu til hvors annars með giftingu.“

Við þetta bætir Miller að þau pör sem vilja vera með þeim fyrstu til að ganga í það heilaga þurfa að tilkynna það formlega fyrir 13. mars 2014.

Í Skotlandi er rætt um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra og búist er við að þeir fylgi sömu braut innan skamms.

Þetta kemur fram á fréttasíðu Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×