Fótbolti

Segja að um­spils­leikurinn gegn Rúmenum fari fram í septem­ber

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fær ekki að spila með landsliðinu fyrr en í september.
Gylfi fær ekki að spila með landsliðinu fyrr en í september. vísir/getty

Erlendir miðlar greina nú frá því að UEFA á að hafa tilkynnt að umspilsleikirnir fyrir EM 2020 sem áttu að fara fram í júní hafa verið frestað fram í september vegna kórónuveirunnar.

Leikirnir áttu upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna veirunnar. Ísland átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26. mars en leiknum var frestað þangað til í júní.

Ný dagsetning var 6. júní en nú er líklegt að leikirnir munu ekki fara fram fyrr en í september. Það ku vera til þess að gefa deildunum rými til þess að klára deildirnar sínar heima fyrir.

Ekki er komin dagsetning á leikina í september en Ísland á að mæta Rúmeníu eins og áður segir. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleiknum um sæti á EM 2020, sem fer hins vegar fram 2021.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.