Tryggja á að transbörn geti stundað íþróttir til jafns við önnur börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 22:47 Áætlunin gildir til ársins 2030 en þar er meðal annars stefnt að því að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi reglulega hreyfingu og íþróttir í skipulögðu starfi. Vísir/Vilhelm Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi.
Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira