Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 09:59 Þjóðverjar geta framkvæmt hálfa milljón prófa á viku. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsund próf á viku og Ítalar gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. AP/Hendrik Schmidt Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira