3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 20:00 Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna. vísir/vilhelm 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni. Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni.
Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50