Sögu landabruggs verða gerð skil í bruggsmiðju á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2020 22:06 Auður Vala Gunnarsdóttir, eigandi Blábjarga á Borgarfirði eystri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45