Innlent

Ís­land hluti af samningi um sam­eigin­leg inn­kaup Evrópu­ríkja á heil­brigðis­að­föngum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Vísir/Vilhelm

Íslensk stjórnvöld undirrituðu í gær samning sem gerir þeim kleift að geta tekið þátt í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu stjórnarráðsins.

Aðildarríki samningsins geta staðið saman að innkaupum á lækningabúnaði, lyfjum, vöru og þjónustu sem eru nauðsynleg hverju sinni og munu geta fengið hagstæðari kjör og fljótari afgreiðslu. Nær öll Evrópusambandsríkin eru aðili að þessum samningi auk Bretlands og Noregs.

„Fyrir tæpri viku óskaði ég eftir því við utanríkisráðuneytið að það hlutaðist til um að Ísland gengi inn í samning um þessi innkaup. Það er mjög mikilvægur liður í því að tryggja landsmönnum örugga heilbrigðisþjónustu og stöðugleika í heilbrigðiskerfinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.


Tengdar fréttir

Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis

42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum.

Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.