Fótbolti

Kostulegar stofuæfingar aðstoðardómara

Sindri Sverrisson skrifar
Aðstoðardómarar þurfa að halda sér við í fótboltahléinu sem nú er vegna kórónuveirufaraldursins.
Aðstoðardómarar þurfa að halda sér við í fótboltahléinu sem nú er vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/GETTY

Frank Komba frá Tansaníu er aðstoðardómari sem ætlar svo sannarlega að mæta í góðu formi til leiks þegar fótboltinn hefst að nýju eftir aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Komba er með alþjóðleg réttindi frá FIFA en kostulegt myndskeið þar sem hann sýnir æfingar sínar í stofunni heima hjá sér hefur vakið talsverða athygli. Þar tekur Komba snögg hliðarskref og veifar svo flaggi sínu eins og hann myndi gera í alvöru leik, til að dæma rangstöðu eða innkast.

Komba fer alla leið í tilburðum sínum og talar til að mynda til ímyndaðra leikmanna sem mótmæla ákvörðun hans. Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson birtu myndbandið í Sportinu í dag og höfðu gaman af en hægt er að sjá það hér að neðan.

Klippa: Línuvörður í heimaæfingum

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×