Fótbolti

Grannt fylgst með bikarmeisturunum í gegnum iPad í samkomubanninu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hér má sjá glugga í forritið sem Víkingar nota, sem og önnur lið deildarinnar.
Hér má sjá glugga í forritið sem Víkingar nota, sem og önnur lið deildarinnar. vísir

Leikmenn bikarmeistara Víkings í knattspyrnu þurfa að æfa einir þessa dagana eins og nær allir leikmenn landsins í einhverjum íþróttum. Sportið í dag fylgdist með Óttari Magnúsi Karlssyni á æfingu í gær.

Kjartan Atli Kjartansson hitti Guðjón Örn Ingólfsson styrktarþjálfara liðsins í Víkinni þar sem hann hélt á iPad. Þar gat hann fylgst með mörgum hlutum hvað varðar Óttar sem var hlaupandi á vellinum í bakgrunni. Hægt var að fylgjast með púlsi hans og hraða svo eitthvað sé nefnt.

Guðjón segir að leikmenn liðsins séu búnir að vera í fimm mánaða undirbúningstímabili og nú, á þessum erfiðu tímum, snýst það einfaldlega um að viðhalda því sem búið er að vera gera á undirbúningstímabilinu til þessa. Svo þurfi að keyra allt í gang þegar liðið fær að hittast sem lið. Þeir þurfa að halda sér í standi í gegnum samkomubannið. Hann segir óvissuna hvað það varðar erfiðasta.

Þetta og margt fleira, sem og viðtal við Óttar sjálfan, má sjá í þessu skemmtilega innslagi hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag - Guðjón styrktarþjálfari með Óttari Magnúsi

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×