Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2015 21:00 Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent