Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2015 21:00 Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira