Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 18:02 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu. Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu.
Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira