Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 18:02 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu. Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu.
Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent