Fleiri íbúðir á almennan leigumarkað vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 31. mars 2020 21:00 Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18