Fótbolti

Ekkert pláss fyrir Draxler hjá PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julian Draxler var valinn besti leikmaður Álfukeppninnar í Rússlandi fyrr í sumar.
Julian Draxler var valinn besti leikmaður Álfukeppninnar í Rússlandi fyrr í sumar. vísir/getty
Unai Emery, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, hefur tjáð Julian Draxler að það sé ekkert pláss fyrir hann í leikmannahópi liðsins.

Draxler gekk til liðs við PSG frá Wolfsburg í janúar á þessu ári. Þjóðverjinn spilaði 25 leiki fyrir franska liðið seinni hluta síðasta tímabils og skoraði 10 mörk.

En eftir kaupin á Neymar telur Emery sig ekki lengur hafa not fyrir hinn 23 ára Draxler sem var ekki í leikmannahópi PSG í fyrstu tveimur leikjum liðsins í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Draxler, sem er uppalinn hjá Schalke, hefur leikið 35 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað fimm mörk.

Hann var í þýska hópnum sem varð heimsmeistari 2014 og var fyrirliði þýska liðsins sem vann Álfukeppnina í Rússlandi í sumar. Draxler var jafnframt valinn besti leikmaður Álfukeppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×