Innlent

Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fyrri blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem fyrstu efnahagsaðgerðirnar vegna faraldursins voru kynntar.
Frá fyrri blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem fyrstu efnahagsaðgerðirnar vegna faraldursins voru kynntar. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og Bylgjunni.

Ríkisstjórnin hefur haldið spilunum þétt að sér varðandi hvað mun felast í aðgerðapakkanum en um verður að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin.

Úrræðin sem nefnd hafa verið eru til að mynda fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga.

Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með útsendingunni sem hefst klukkan 15:50 og fyrir neðan spilarann má nálgast textalýsingu þar sem greint verður frá því helsta sem fram fer á fundinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.