Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2020 15:12 Frá fyrri blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem fyrstu efnahagsaðgerðirnar vegna faraldursins voru kynntar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og Bylgjunni. Ríkisstjórnin hefur haldið spilunum þétt að sér varðandi hvað mun felast í aðgerðapakkanum en um verður að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Úrræðin sem nefnd hafa verið eru til að mynda fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með útsendingunni sem hefst klukkan 15:50 og fyrir neðan spilarann má nálgast textalýsingu þar sem greint verður frá því helsta sem fram fer á fundinum.
Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og Bylgjunni. Ríkisstjórnin hefur haldið spilunum þétt að sér varðandi hvað mun felast í aðgerðapakkanum en um verður að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Úrræðin sem nefnd hafa verið eru til að mynda fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með útsendingunni sem hefst klukkan 15:50 og fyrir neðan spilarann má nálgast textalýsingu þar sem greint verður frá því helsta sem fram fer á fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira