29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins vilja örugglega fá miða á leikinn. Getty/Sefa Karacan Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira