Ein ákvörðun breytti öllu hjá meisturum Chelsea Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2017 07:00 Þrír, fjórir, þrír alla leið á toppinn. vísir/getty Að kvöldi laugardagsins 24. september tók Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvörðum sem átti eftir að breyta gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa svo mikil áhrif á fótboltaheiminn að þau náðu meira að segja til litla Íslands. Ítalinn var búinn að tapa tveimur stórleikjum í röð með Chelsea; á móti Liverpool og svo Arsenal þennan örlagaríka laugardag. Hann þurfti að ákveða hvort hann færi í leikkerfi sem skilaði honum þremur Ítalíumeistaratitlum í röð, 3-4-3, eða halda sig við fjögurra manna línuna. Conte treysti á leikmannahópinn og kerfið sem hann þekkir svo vel. Uppskeran? Öruggur Englandsmeistaratitill á hans fyrstu leiktíð sem knattspyrnustjóri í erfiðustu deild heims. Hugrekkið sem hann sýndi var mikið og traustið á leikmannahópnum sömuleiðis því Conte var að stýra Ítalíu á EM síðasta sumar og hafði lítinn sem engan tíma til að þjálfa upp 3-4-3 kerfið fyrir leiktíðina. Hann þurfti að henda mönnum í djúpu laugina með þetta á miðju tímabili.Michy Batshuayi skorar markið sem tryggði Chelsea titilinn.vísir/gettyÞrettán í röð Þú veist að þú tókst rétta taktíska ákvörðun þegar liðið þitt vinnur þrettán leiki í röð. Sú var raunin hjá Chelsea sem hóf að valta yfir deildina og var gjörsamlega óstöðvandi. Manchester United var lagt að velli, 4-0, Everton fékk 5-0 skell, Tottenham lá í valnum á Brúnni, 2-1 og City var skellt á útivelli, 3-1, á þessum þrettán leikja spretti. „Þessi ákvörðun breytti tímabilinu okkar. Við þurftum að finna nýja lausn og nýtt kerfi sem myndi henta liðinu betur. Ég vissi alltaf að ég gæti spilað 3-4-3 kerfið vegna þess að ég hef leikmennina í það. Við vorum ekki heppnir heldum stóðum við okkur bara frábærlega. Ég og leikmennirnir unnum þennan titil saman,“ sagði glaðbeittur Conte eftir sigurinn á West Bromwich Albion á föstudagskvöldið þar sem Lundúnaliðið endanlega geirnegldi Englandsmeistaratitilinn. Conte sýndi hæfni sína svo um munaði á þessari leiktíð en hann hefur fengið mikið lof fyrir að kreista allt út úr leikmannahópnum og búa til dæmis frábæran vængbakvörð úr Victori Moses sem hefur annars verið lánaður frá félaginu á hverju ári undanfarnar leiktíðir. Persónur og leikendur eru vel þekktar hjá Chelsea; liðið er með tvo af allra bestu leikmönnum deildarinnar í N’Golo Kante og Eden Hazard, Diego Costa er einn besti framherji Evrópu og markvörðurinn Thibaut Cortouis er magnaður. En svo eru það mennirnir sem gera svo mikið en fer minna fyrir. Vissir þú, lesandi góður, að Spánverjinn César Azpilicueta, sem Conte breytti í frábæran miðvörð í þriggja manna kerfinu, er búinn að spila flestar mínútur allra í deildinni og sá er búinn að standa sig vel? Svo er félagi hans í vörninni, Gary Cahill, með þriðju bestu sendingaprósentu allra varnarmanna í úrvalsdeildinni. Azpilicueta er þar í sjötta sæti. Svo er það Cesc Fábregas sem fær ekki mikið að spila. Spænski töframaðurinn er samt fjórði á stoðsendingalistanum með ellefu stykki á eftir Kevin De Bruyne, Gylfa Þór og Christian Eriksen. Fábregas nýtir sín tækifæri frábærlega og gefur stoðsendingu á 111 mínútna fresti. Næstur er De Bruyne með stoðsendingu á 175 mínútna fresti. Þetta kallast að koma inn af krafti.Cesc Fábregas gefur stoðsendingu á 111 mínútna fresti en kemst samt ekki í liðið.Vísir/GettyVíðtæk áhrif Fótboltinn er stundum svolítið eins og tískan; ef einn fær sér rifnar gallabuxur máttu bóka að næsti maður rífur fram skærin. Þannig hefur Conte komið 3-4-3 í sviðsljósið með því að láta Chelsea spila það. Ítalinn gerði það sama með frábærum árangri hjá Juventus þar sem hann vann þrjá Ítalíumeistaratitla í röð. Það er bara allt annað að gera þetta í deildinni sem allir í heiminum fylgjast með. Fleiri þjálfarar úti um allan heim eru farnir að nota þriggja manna miðvarðalínur sem er ágætis tilbreyting frá 4-2-3-1 kerfinu sem meira og minna allir hafa notað undanfarinn áratug eða svo. Conte-áhrifin teygðu meira að segja anga sína til Íslands þar sem meistarar FH eru byrjaðir að spila 3-4-3 sem og KR og Grindavík. Stjarnan á þetta einnig í vopnabúri sínu. Conte steig vart feilspor á leiktíðinni og fékk mikið hrós frá sérfræðingum á Englandi á föstudagskvöldið sem kepptust við að hlaða hann lofi. „Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann hefur haldið öllum ánægðum. Liðið fær ekki á sig rauð spjöld og aginn er mikill. Stöðugleikinn í liðinu er ótrúlegur og ástríða Conte sem og yfirvegun hans hefur smitast út í leikmannahópinn,“ sagði Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, um Ítalann sem nú stendur uppi sem Englandsmeistari á sinni fyrstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Að kvöldi laugardagsins 24. september tók Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvörðum sem átti eftir að breyta gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa svo mikil áhrif á fótboltaheiminn að þau náðu meira að segja til litla Íslands. Ítalinn var búinn að tapa tveimur stórleikjum í röð með Chelsea; á móti Liverpool og svo Arsenal þennan örlagaríka laugardag. Hann þurfti að ákveða hvort hann færi í leikkerfi sem skilaði honum þremur Ítalíumeistaratitlum í röð, 3-4-3, eða halda sig við fjögurra manna línuna. Conte treysti á leikmannahópinn og kerfið sem hann þekkir svo vel. Uppskeran? Öruggur Englandsmeistaratitill á hans fyrstu leiktíð sem knattspyrnustjóri í erfiðustu deild heims. Hugrekkið sem hann sýndi var mikið og traustið á leikmannahópnum sömuleiðis því Conte var að stýra Ítalíu á EM síðasta sumar og hafði lítinn sem engan tíma til að þjálfa upp 3-4-3 kerfið fyrir leiktíðina. Hann þurfti að henda mönnum í djúpu laugina með þetta á miðju tímabili.Michy Batshuayi skorar markið sem tryggði Chelsea titilinn.vísir/gettyÞrettán í röð Þú veist að þú tókst rétta taktíska ákvörðun þegar liðið þitt vinnur þrettán leiki í röð. Sú var raunin hjá Chelsea sem hóf að valta yfir deildina og var gjörsamlega óstöðvandi. Manchester United var lagt að velli, 4-0, Everton fékk 5-0 skell, Tottenham lá í valnum á Brúnni, 2-1 og City var skellt á útivelli, 3-1, á þessum þrettán leikja spretti. „Þessi ákvörðun breytti tímabilinu okkar. Við þurftum að finna nýja lausn og nýtt kerfi sem myndi henta liðinu betur. Ég vissi alltaf að ég gæti spilað 3-4-3 kerfið vegna þess að ég hef leikmennina í það. Við vorum ekki heppnir heldum stóðum við okkur bara frábærlega. Ég og leikmennirnir unnum þennan titil saman,“ sagði glaðbeittur Conte eftir sigurinn á West Bromwich Albion á föstudagskvöldið þar sem Lundúnaliðið endanlega geirnegldi Englandsmeistaratitilinn. Conte sýndi hæfni sína svo um munaði á þessari leiktíð en hann hefur fengið mikið lof fyrir að kreista allt út úr leikmannahópnum og búa til dæmis frábæran vængbakvörð úr Victori Moses sem hefur annars verið lánaður frá félaginu á hverju ári undanfarnar leiktíðir. Persónur og leikendur eru vel þekktar hjá Chelsea; liðið er með tvo af allra bestu leikmönnum deildarinnar í N’Golo Kante og Eden Hazard, Diego Costa er einn besti framherji Evrópu og markvörðurinn Thibaut Cortouis er magnaður. En svo eru það mennirnir sem gera svo mikið en fer minna fyrir. Vissir þú, lesandi góður, að Spánverjinn César Azpilicueta, sem Conte breytti í frábæran miðvörð í þriggja manna kerfinu, er búinn að spila flestar mínútur allra í deildinni og sá er búinn að standa sig vel? Svo er félagi hans í vörninni, Gary Cahill, með þriðju bestu sendingaprósentu allra varnarmanna í úrvalsdeildinni. Azpilicueta er þar í sjötta sæti. Svo er það Cesc Fábregas sem fær ekki mikið að spila. Spænski töframaðurinn er samt fjórði á stoðsendingalistanum með ellefu stykki á eftir Kevin De Bruyne, Gylfa Þór og Christian Eriksen. Fábregas nýtir sín tækifæri frábærlega og gefur stoðsendingu á 111 mínútna fresti. Næstur er De Bruyne með stoðsendingu á 175 mínútna fresti. Þetta kallast að koma inn af krafti.Cesc Fábregas gefur stoðsendingu á 111 mínútna fresti en kemst samt ekki í liðið.Vísir/GettyVíðtæk áhrif Fótboltinn er stundum svolítið eins og tískan; ef einn fær sér rifnar gallabuxur máttu bóka að næsti maður rífur fram skærin. Þannig hefur Conte komið 3-4-3 í sviðsljósið með því að láta Chelsea spila það. Ítalinn gerði það sama með frábærum árangri hjá Juventus þar sem hann vann þrjá Ítalíumeistaratitla í röð. Það er bara allt annað að gera þetta í deildinni sem allir í heiminum fylgjast með. Fleiri þjálfarar úti um allan heim eru farnir að nota þriggja manna miðvarðalínur sem er ágætis tilbreyting frá 4-2-3-1 kerfinu sem meira og minna allir hafa notað undanfarinn áratug eða svo. Conte-áhrifin teygðu meira að segja anga sína til Íslands þar sem meistarar FH eru byrjaðir að spila 3-4-3 sem og KR og Grindavík. Stjarnan á þetta einnig í vopnabúri sínu. Conte steig vart feilspor á leiktíðinni og fékk mikið hrós frá sérfræðingum á Englandi á föstudagskvöldið sem kepptust við að hlaða hann lofi. „Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann hefur haldið öllum ánægðum. Liðið fær ekki á sig rauð spjöld og aginn er mikill. Stöðugleikinn í liðinu er ótrúlegur og ástríða Conte sem og yfirvegun hans hefur smitast út í leikmannahópinn,“ sagði Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, um Ítalann sem nú stendur uppi sem Englandsmeistari á sinni fyrstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira